- Á misjöfnu þrífast börnin best.
- Á skal að ósi stemma.
- Á skottinu þekkist refurinn.
- Að hika er sama og tapa.
- Ágirnd vex með eyri hverjum.
- Aldrei er góð vísa of oft kveðin.
- Aldrei nær sá heilum eyri er hálfan fyrirlítur.
- Aldrei verður tófa trygg.
- Allar ár renna til sjávar.
- Allir hafa nokkuð til síns máls.
- Allir hanar hafa kambinn.
- Allir renna blint í sjóinn.
- Allir vilja elli bíða, en enginn hennar mein líða.
- Allir vilja síns bóls blindir vera.
- Allt er vænt sem vel er grænt.
- Allt tekur enda um síðir.
- Árinni kennir illur ræðari.
- Auðkenndur er asninn á eyrunum.
- Auðvelt er að lofa, örðugt að efna.
- Barnið vex en brókin ekki.
- Batnandi manni er best að lifa.
- Bættu svo bú þitt að eigi annan skaðir.
- Best er illu aflokið.
- Betra er að banga en bíðja.
- Betra er að játa sannri sök en neita.
- Betra er hálft brauð en allt misst.
- Betri er bið en bráðræði.
- Betri er dyggð en dýr ætt.
- Betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi.
- Betri er hálfur skaði en allur.
- Betri er krókur en kelda.
- Betri er lítill fiskur en tómur diskur.
- Betri eru fimmtán ær aldar en tuttugu kvaldar.
- Betur sjá augu en auga.
- Blindur er bóklaus maður.
- Blindur er hver í sjálfs síns sök.
- Bók er best vina.
- Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi.
- Bragð er að, þá barnið finnur.
- Brennt barn forðast eldinn.
- Brigðult er lán sem brothætt gler.
- Bundinn er sá er barnsins gætir.
- Búskap skyldi í harðæri hefja.
- Dramb er falli næst.
- Drjúg eru morgunverkin.
- Dropinn holar harðan stein.
- Dýrt er drottins orð.
- Eftir óhóf kemur örbirgð.
- Eftir storminn lifir aldan.
- Ei er kálið sopið þó í ausuna sé komið.
- Eigi leyna augu ef ann kona manni.
- Ein lygi býður annarri heim.
- Einhvers staðar verða vondir að vera.
- Einn er litur allra kúa um nætur.
- Eins dauði er annars brauð.
- Eitt sinn skal hver deyja.
- Ekkert er fullreynt í fyrsta sinn.
- Ekki dugir úlfs hár að gylla.
- Ekki er allt gull sem glóir.
- Ekki er allt sem augun dæma.
- Ekki er fugl í höndum, þó fljúgi með ströndum.
- Ekki er gaman nema gott sé.
- Ekki er heppni að hrósa fyrr en hlotið er.
- Ekki er hundum í helgidóm að bjóða.
- Ekki er ráð nema í tíma sé tekið.
- Ekki er skoðað upp í pann folann sem gefinn er.
- Ekki er sú betri músin er læðist en hin er stekkur.
- Ekki er vakurt nema vel sé riðið.
- Ekki er það einum bót, þó annar sé verri.
- Ekki eru allar ástir í andliti fólgnar.
- Ekki eru allir vinir sem í eyrun hlæja.
- Ekki sækja allir sama byr.
- Ekki tjáir að æðrast um orðinn hlut.
- Ekki vantar vini þegar vel gengur.
- Ekki verður bókvitið í askana látið.
- Ekki verður feigum forðað né ófeigum í hel komið.
- Endirinn skyldi í upphafi skoða.
- Engin nótt er svo dimm að eigi komi dagur á eftir.
- Enginn er annars bróðir í leik.
- Enginn er bróðir í annars neyð.
- Enginn er hærri þó hann hreyki sér.
- Enginn er of gamall gott til að læra.
- Enginn ræður sínum næturstað.
- Enginn sér sjálfan sig.
- Enginn uxi er með okinu borinn.
- Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
- Enginn veit hvað ungi kann að verða.
- Enginn veit sína ævina fyrr en öll er.
- Enginn verður óbarinn biskup.
- Engum er allt léð né alls varnað.
- Engum er illt skapað.
- Engum flygur steikt gæs í munn.
- Fagurt er landið í fari sjávar.
- Fáir eru smiðir í fyrsta sinn.
- Fáir eru vinir hins snauða.
- Fall er farar heill.
- Fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokuð gott.
- Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla.
- Fjörður skyldi milli frænda og vík milli vina.
- Flas er falli næst.
- Fleira er matur en feitt kjöt.
- Fleira má bíta en feita steik.
- Fleira þarf í dansinn en fagra skóna.
- Flest er hey í harðindum.
- Flytur meðan ekki sekkur.
- Fokið er í flest skjól.
- Frekur er hver til fjörsins.
- Frelsi er fé betra.
- Fyrr má nú rota en dauðrota.
- Fýsir eyrun illt að heyra.
- Garður er granna sættir.
- Glöggt er gests augað.
- Gott er að eiga hauk í horni.
- Gott er að hafa alltaf á prjónunum.
- Gott er heilum vagni heim að aka.
- Gott er sjúkum að sofa.
- Greiðfær er glötunarleiðin.
- Grípa skal gæs meðan gefst.
- Grísir gjalda gömul svín valda.
- Hamingjan er ekki herravönd.
- Hamra skal járnið á meðan það er heitt.
- Hart bíta hundar kóngs.
- Hátt hreykir heimskur sér.
- Hægt skal að heiman aka.
- Heima er hundurinn frakkastur.
- Heimskt er heimaalið barn.
- Hestur fellur oft á flötum vegi.
- Hvað ungur nemur gamall temur.
- Hver er sinnar gæfu smiður.
- Hver hefur sinn djöful að draga.
- Hver sótt er hörðust undir batann.
- Hverjum þykir sinn fugl fagur.
- Í lygnu vatni er oft langt til botns.
- Í mörgu fé er misjafn sauður.
- Í tíma skal læknara leita.
- Í upphafi skyldi endirinn skoða.
- Iðjuleysi er rót alls ills.
- Illa grær um hrærðan stein.
- Illa gróa gömul sár.
- Illt segir af illum.
- Illum fylgja illar fréttir.
- Illur á sér ills von.
- Kalt er kattar gamanið.
- Kemst þótt hægt fari.
- Kominn er köttur í ból bjarnar.
- Kóngur vill sigla en byr hlýtur að ráða.
- Kulnar eldur nema kyntur sé.
- Kýrin mjólkar ekki meira þó skjólan sé stór.
- Leiður er sá er satt eitt segir.
- Lengi getur vont versnað.
- Lífið er stutt en listin löng.
- Lítið er ungs manns gaman.
- Litlir katlar hafa og eyru.
- Litlu munaði, sagði músin, hún mé í sjóinn.
- Margt er baðstofuhjalið.
- Margt fer öðruvísi en ætlað er.
- Margt smátt gerir eitt stórt.
- Margur beygir bakið en ber þó lítið heim.
- Margur er knár, þó hann sé smár.
- Margur fer í geitarhús ullar að biðja.
- Margur hefur magann fyrir sinn guð.
- Margur heldur mig sig.
- Margur kyssir þá hönd er hann vildi að af væri.
- Margur um hug sér mæla kann.
- Margur verður af aurum api.
- Matur er mannsins megin.
- Milt er móðurhjartað.
- Mörg er búmanns raunin.
- Mörg eru dags augu.
- Mörgum verður bilt þegar boðið er.
- Morgunstund gefur gull í mund.
- Nær ein kýrin pissar, pissa þær allar.
- Nýir vendir sópa best.
- Of seint er að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í.
- Oft er gott það er gamlir kveða.
- Oft er í holti heyrandi nær.
- Oft er logn á undan stormi.
- Oft er misjafn sauður í mörgu fé.
- Oft fer góður biti í hundskjaft.
- Oft kann að loða skarn við skel.
- Oft kemur góður, þegar getið er, svangur, þegar etið er og illur, þegar um er rætt.
- Oft má satt kyrrt liggja.
- Oft mælir sá fagurt er flátt hyggur.
- Oft rifast tveir hundar um eitt bein.
- Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.
- Oft verður góður hestur úr göldum fola.
- Oft verður tré úr mjúkum kvisti.
- Oft þykir nábúakýrin betri en sín eigin.
- Öfund dregur illan slóða.
- Öl er annar maður.
- Öll él birtir upp um síðir.
- Öll vötn renna til sjávar.
- Orð eru til alls fyrst.
- Orminum er skapfelldast að skríða.
- Ræðan er silfur en þögnin gull.
- Sá er drengur er við gengur.
- Sá er vinur sem í raun reynist.
- Sá gefur mest er minnst má.
- Sá skal vægja sem vitið hefur meira.
- Sá verður aldrei ríkur sem alla hnúta slítur.
- Sameign gerir tíðum sundurþykki.
- Sannleikurinn er sagna bestur.
- Sæll er sá sem annars böl bætir.
- Sætur er sjálfenginn matur.
- Seint flygur krummi á kvöldin.
- Seldu ekki björninn fyrr en hann er unninn.
- Sinn er siður í landi hverju.
- Sitt er hvað Jón og séra Jón.
- Sitt er hvort gæfa eða gjörvileiki.
- Sjaldan er ein báran stök.
- Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni.
- Sjaldan hef ég flotinu neitað.
- Sjaldan koma öll kurl til grafar.
- Sjaldan veldur einn þegar tveir deila.
- Sjaldséðir eru hvítir hrafnar.
- Sjálfur veit gerst hvar skórinn kreppir.
- Sjón er sögu ríkari.
- Skíts er von úr rassi.
- Sök bítur sekan.
- Spott og skaði sitja oft saman.
- Sultur gerir sætan mat.
- Svo er hestur sem hann er hafður.
- Svo lærir lengi sem lifir.
- Svo má brýna deigt járn að bíti.
- Svo má illu venjast að gott þyki.
- Svo rætist hver draumur sem hann er ráðinn.
- Taka skal viljann fyrir verkið.
- Til þess eru vítin að varast þau.
- Tímarnir breytast og mennirnir með.
- Tíminn læknar öll sár.
- Tvisvar verður sá feginn sem á steininn sest.
- Úlfur er svína sættir.
- Umgengni lýsir innri manni.
- Ungur skyldi læra ef aldraður skyldi kunna.
- Uxa skal með arði reyna.
- Vandráð er meðalhófið.
- Víða er pottur brotinn.
- Vinar gjöf skal virða og vel hirða.
- Vinnan gerir vænan svefn.
- Það er frétta fljótast sem í frásögn er ljótast.
- Það er skammvinn skemmtun að pissa í skóinn sinn.
- Það kemur oft vel á vondan.
- Það læra börnin sem fyrir þeim er haft.
- Það verður að segja hverja sögu eins og hún gengur.
- Það verður að spara sem lengi á að vara.
- Það þarf sterk bein til að bera góða daga.
- Þar er lús sem leitað er.
- Þegar eitt svínið rýtir rýta þau öll.
- Þegar kötturinn er úti leika mýsnar inni.
- Þjóð veit ef þrír vita.
Enginn málsháttur fannst sem passar við leitina.
← Aftur á forsíðu