Sýndar Páskaegg er verkefni sem sameinar gamla íslenska hefð og nútíma tækni. Markmiðið er að halda á lofti íslenskum málsháttum og bjóða upp á "sykurlausa" skemmtun um páskana – og allan ársins hring.
Hvernig virkar þetta?
Á forsíðunni sérðu 5 egg. Þegar þú smellir á egg, "brotnar" það og málsháttur birtist. Kerfið man hvaða egg þú hefur brotið og hvaða málshætti þú hefur séð (með vafrakökum/cookies) til að tryggja fjölbreytni.
Persónuvernd
Við leggjum áherslu á einfaldleika:
- Við geymum engar persónugreinanlegar upplýsingar.
- Við teljum einfaldlega fjölda brotinna eggja í heildina og frá hvaða löndum heimsóknir koma.
- Við skráum ekki IP töluna sjálfa, aðeins landið sem hún tilheyrir.
Tæknin og Höfundur
Vefurinn er smíðaður af Ingimundi Óðni Sverrissyni, skipstjóra og áhugamanni um forritun. Verkefnið var unnið um páskana 2025.
Málshættirnir eru fengnir úr gagnasafni Námsgagnastofnunar (2010).